Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Vistvæn ferðamennska


Af tillitssemi við land og þjóð skiljum við landið eftir eins og við viljum koma að því. Skógareldar eru algengir á Spáni og mörg svæði sem bera þess merki. Við ferðumst því ekki með eldfæri og það er ekki leyfilegt að reykja eða kveikja eld á gönguferðunum okkar. Það er ekki heldur leyfilegt að skilja eftir sig rusl. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa með sér ruslapoka til að taka allan pappír, rusl og matarleyfar til baka. Þetta á líka við um eplakjarna og annað sem við teljum að sé lífrænt og að eyðist í náttúrunni. Við skiljum í mesta lagi eftir fótsporin okkar og tökum ekkert með til baka nema ruslið okkar og góðar minningar.