Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Veðrið


Loftslagið á svæðinu er afar milt og með allt að 300 sólardaga á ári. Júlí og ágúst eru venjulega fremur heitir og þurrir en utan þeirra getur komið einhver úrkoma í hverjum mánuði. Sífellt verður ´þó erfiðara að spá fyrir um veðrið. Meðalhiti á daginn á veturna er frá 12-20 gráður á Celsíus þannig að veðrátta til útivistar er ákjósanleg, ekki síst þegar þegar skammdegi og válynd veður ríkja á Íslandi. Það er mikilvægt að átta sig á að hiti og raki auka álag og gönguferðirnar verða erfiðari en ella. Ef heitt er eða rakt, þá breytum við hraða göngunnar í samræmi við það.
Ekki er mælt með gönguferðum í júní, júlí, ágúst og byrjun september vegna hita. Á þessum tíma er líka mikil hætta á skógareldum vegna þurrka, og því er mikilvægt að vera ekki með eld úti í náttúrunni.

Öryggisregla númer eitt, tvö og þrjú í öllum gönguferðum er að hafa með sér nóg af vatni, sólarvörn og hlífðarföt fyrir kollinn og kroppinn í samræmi við veðurfar. Magn af vatni er einstaklingsbundið og fer eftir hita- og rakastigi. Lágmark í göngu að vetri er þó um 1 líter og ef heitt er að vori eða hausti þarf hver einstaklingur a.m.k. 2-3 lítra. Lítið er um drykkjarhæft vatn á gönguleiðunum okkar.
Um miðjan september er enn frekar heitt í veðri og má búast við að hitinn geti farið upp fyrir 25 gráður á daginn. Á þessum tíma sleppum við erfiðari gönguferðum og förum rólega yfir.

Tíminn frá miðjum september og fram í miðjan maí eru sérlega góðir göngumánuðir, með hitastigi á daginn frá 12-20 gráður, en á nóttunni 0-10 gráður. Á þessum tíma getur komið úrkoma úr lofti, en það stendur venjulega stutt yfir. Það getur reyndar líka snjóað í janúar -mars, en það gerist yfirleitt bara einu sinni á tímabilinu og er í raun skemmtileg upplífun.

Á þessu ári og því næsta bjóðum við upp á gönguferðir frá miðjum september fram í lok október og frá páskum fram í maí. Ef fólk hefur brennandi áhuga á göngum á öðrum tíma er í góðu lagi að kanna hvort það er hægt. Í öllu falli getum við bent fólki á áhugaverðar gönguleiðir.