Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Lífríkið


Það eru ekki mörg dýr eða plöntur sem geta verið okkur hættuleg, en hinsvegar göngum við fram á ýmislegt sem getur verið óþægilegt í of miklu návígi. Við segjum ykkur frá því sem ber að varast þegar við á.

Dýralífið virðist ekki vera fjölskrúðugt við fyrstu sýn. Það er vegna þess að flest villt dýr eru næturdýr. Þessi eru helst: Refir, hérar, kanínur og villisvín.

Þá sér maður talsvert af skordýrum, helst eru þetta ýmis skriðkvikindi s.s. ormar og fjölfætlur, geitungar og litlar flugur ýmisskonar. Á vissum árstímum er gríðarlega mikið af litfögrum fiðrildum.

Það er ekki mikið um skriðdýr eins og slöngur, en við rekumst þó stundum á slöngur og þær eru yfirleitt fljótari að forða sér en við, það er ein eitruð tegund þarna. Það er talsvert af litlum eðlum hlupandi um, yfirleitt ekki stærri en 10-20 cm langar, þó að hægt sé að rekast á alvöru dýr sem eru 30-50 cm löng og síðan er hlgt að rekast á sporðdreka, en þeir fela sig yfirleitt undir steinum og sjaldgæft að finna þá.

Mest er um blóm á vorin, apríl og maí eru blómlegir mánuðir og ótrúleg fjölbreytni í blómavalinu. Blóm má þó sjá allt árið. Uppskerutími ávaxtatrjánna er yfirleitt á haustin, frá september og fram ýfir áramót. Kirsuberin koma þó í maí.

Allt árið má finna ýmisskonar kryddjurtir þar sem við erum á ferð, rósmarín, tíamín, fjallasage, lavender, anís ( íseptember) og fleira.

Þeir ávextir sem við getum búist við að rekast á á gönguferðunum okkar eru ýmisskonar. Möndlur og olífur eru jú ræktaðar sérstaklega á svæðinu og er skorið upp frá september (möndlurnar) og frá október og fram í janúar (olífurnar). Í september göngum við fram á vínber, fíkjur, brómber, avocado, karob, granatepli,, kaki og fleiri ávexti.