Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Spánn


Þrátt fyrir að vera aðeins um 30-60 mínútna akstur frá strönd Miðjarðarhafsins eru fjallahéruðin í Valencia fylki, norðvestur af Alicanteborg ótrúlega græn og fjölbreytt, bæði landslag og gróður.

Lítil þorp og sögufrægir bæir eru dreifðir um svæðið, sem allt endurspeglar átta alda arfleifð Máranna og árþúsundasögu Spánar eða Íberíuskagans sem hefur alltaf verið fyrirheitna landið hjá öðrum þjóðum sem bjuggu við Miðjarðarhafið, eins og saga innrása og hernaðar á Spáni ber vitni um.

Við göngum eftir mörg hundruð ára gömlum stígum, skoðum yfirgefin þorp, kastalarústir, 8000 ára “veggjakrot” og íshús svo eitthvað sé nefnt. Þessi menningararfleifð er innrömmuð í ótrúlega falleg kalksteinsfjöll, skógarstíga, dalverpi og stallaðar fjallshlíðar þar sem bændur lifa enn af olífu- og möndlurækt.