Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Um Göngufrí


Við erum:

Ingibjörg Þórhallsdóttir (Ingaló) og Rúnar Karlsson.

Eftir fjölbreyttan feril við nám og störf á Íslandi, í Bandaríkjunum og Hollandi, ákváðum við að venda okkar kvæði í kross og flytja til Spánar. Við seldum hús, fyrirtæki og bíla á Íslandi til að láta drauminn um öðruvísi líf rætast. Við keyptum hótel og ferðaþjónustu á Spáni. Á 18 mánuðum  stækkuðum við hótelið um 100% og seldum síðan okkar hlut.

Svæðið sem við göngum á er fjölbreytt og víðlent, en fyrst og fremst ótrúlega falleg og ríkt af litríkri menningu og þess vegna getum við boðið upp á tugi ólíkra gönguferða, hvort sem fólk vill erfiðar eða léttar gönguferðir, á fjallatoppum eða í hllíðum og dölum.

Við stefnum við að því að bjóða Íslendingum sem hafa áhuga á að verja fríum sínum til göngu- eða skoðunarferða eða til annarra heilsueflandi athafna upp á fjölbreytt og góð  útivistar- og menningarfrí á Spáni þar sem verð og gæði eru betri en almennt gerist.  

Óskið nánari upplýsingar  hjá gongufri@gongufri.is.