Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Þorpin


Castell de Castells (500)  og Tarbena (700)  og flest önnur þorp sem við heimsækjum eru landbúnaðarþorp með 100-700 hundruð íbúa. Flestir íbúar hafa atvinnu af möndlu- og ólífurækt, en auk þess er mikil ræktun citrusácaxta, kirsuberja og annars góðgætis í nálægum dölum.

Í Tarbena og Castells eru litlar matvöruverslanir, lyfjabúð og bakarí í báðum þorpunum  sem og bankar. Þar má líka finna lítil byggðasöfn, en opnunartímar eru takmarkaðir. Það er hraðbanki í Castells og hann virkar stundum. Sumsstaðar er hægt að greiða með kreditkortum í fjallaþorpunum, en betra er að hafa pening meðferðis ef fólk vill kaupa sér eitthvað á bar, fæstir þeirra taka kort. Það eru ekki mörg tækifæri til að eyða einhverju að ráði í þessum þorpum þó sumum hafi tekist að eyða peningum á vikulegum farand mörkuðum.