Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Meira um matinn


Matartímar hjá Spánverjum eru talsvert frábrugnir því sem við eigum að venjast. Aðalmáltíð er borðuð milli 13:00-16:00 og á þeim tíma erum við í gönguferðum. Vegna þess að við erum ekki á hefðbundnum ferðamannastöðum er að öllu jöfnu ekki boðið upp á máltíðir á “okkar” kvöldverðartíma. Af þessum sökum er ekki alltaf aðgengilegt að snæða kvöldmat annarsstaðar en á gististöðum. Ef færi gefst borðum við kvöldmat annarsstaðar líka, til að auka fjölbreytnina.

Morgunmatur er blanda af spænskum hefðum og því sem við eigum að venjast og hvert hótel hefur sitt morgunverðarborð. Morgunmaturinn getur verið t.d. brauð, ostur, marmilaði, kaffi, musli, jógúrt, kaka, djús.

Nestið er smurt á hverjum degi og er breytilegt. Það samanstendur af langloku/samloku með áleggi að eigin vali, ávexti, sætindum og stundum af ávaxtasafa. Vatn þarf fólk að sjá um sjálft.

Kvöldmatur hefst á tapas eða salati, síðan er aðalréttur, sem er ýmist fiskur eða kjöt. Eftirréttir eru síðan ávextir eða einhver heimalagaður dessert. Borðvín og kaffi fylgja með. Ef fólk vill annað vín en það sem húsið býður upp á þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Ef nesti er með í göngu þarf að ákveða álegg daginn áður og líka þarf oft að ákveða hvað maður vill borða að kvöldi, áður en lagt er upp í göngu dagsins að morgni.
Matur er innifalinn í verði ferðar á fjöllum, ásamt hóflegu magni af drykkjum með mat. Helst að fólk þurfi að kaupi sér vatn, kaffi á börum eða bjór.