Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Meira um gistinguna


Gististaðirnir okkar eru litlir. Tvö til níu herbergi. Ef hópar eru stórir þarf stundum að skipta hópnum upp á tvo gististaði. Þá eru í mesta lagi 100 metrar á milli staða.

Búið er um rúm daglega og skipt um handklæði og rúmföt c.a. annan hvern dag, nema fólk óski sérstaklega eftir daglegum skiptum. Öll herbergi eru með hitun og flest með loftkælingu líka. Öll herbergi eru með sér baði eða sturtu og sum með svölum.

Á gististöðum eru yfirleitt hárþurrkur og rafmagnið eins og heima, 220-240 volt. Kranavatnið á hótelunum er drykkjarhæft, en sumum líkar ekki klórbragðið, sem er breytilegt eftir árstíðum. Sum hótel hafa bæði sjónvarp og síma á herbergjum og jafnvel lítinn ísskáp, en önnur bjóða upp á sameiginlega setustofu með sömu þægindum.