Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Matur og gisting


Gistingin í gönguferðunum er í litlum og heimilislegum fjallahótelum í þorpum sem eru aðeins um klukkatíma akstur frá ysi og þysi strandarinnar.  Mörg hótel á þessu svæði eru í uppgerðum gömlum byggingum þar sem þar sem reynt hefur verið að halda í hefðbundinn stíl og umbúnað. Herbergi eru yfirleitt tveggja manna með miðstöðvarhitun og baði eða sturtu og öll aðstaða heimilisleg, hreinleg og notaleg. Í sumum hótelum er sjónvarp á herbergi, en annars setustofa fyrir gesti.

Hægt er að bjóða upp á göngu milli hótela, en að öllu jöfnu er boðið upp á gistingu á einum eða tveimur stöðum, allt eftir lengd ferðar.

Veitingahúsin sem við snæðum á eru valin með tilliti til gæða og til að gefa göngufólkinu færi á að kynnast fjölbreyttri matargerðarlist og hefðbundinni matargerð í bland við alþjóðlega strauma.

Boðið er upp á fjölbreyttan mat við allra hæfi. Mikið er lagt upp úr að bjóða upp á spænskan úrvalsmat og tapas, og hefur hvert hótel á að skipa matreiðslumeisturum sem leggja metnað sinn í að kynna matarmenningu svæðisins fyrir gestum sínum.

Matseðillinn dregur dám af uppskerutíma ávaxta og grænmetis auk hefða í viðkomandi þorpi.