Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Föt, skór og fleira


 Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, en það er einnig gott að taka með sér létta sandala til að hafa eftir göngur. Mörgum finnst þægilegt að ganga með göngustafi.

Létt vind- og vatnsþétt föt (jakki/buxur)  eru nauðsynleg, því það getur alltaf rignt í fjöllunum, þó það sé sem betur fer ekki eins algengt og á Íslandi. Það er líka mikilvægt að hafa létt, þægileg og hlý föt, t.d. flíspeysu. Það getur orðið svalt upp í fjöllunum og á kvöldin skipta flestir úr göngufötum í venjuleg föt.
Það er gagnlegt að hafa léttar síð- /stuttbuxur og lang-/stutterma skyrtu/bol. Gróður þrengir stundum að stígum og hann getur verið óþægilegur viðkomu. Því er gott að geta farið í síðar buxur eða brugðið á sig léttum legghlífum þegar gengið er í þannig umhverfi. Athugið þó að venjulega er maður með allt of mikið af fötum með sér í svona ferðir og gott að vera gagnrýninn þegar maður pakkar niður.
Gott er að hafa derhúfu eða sólhatt og sólgleraugu til að verjast sólinni. Það er líka bráðnauðsynlegt að hafa sólarvörn (20+)  til að verjast sólbruna, því sólin er sterk, ekki síst fyrir náhvíta Íslendinga. Gelpástur og aðrir plástrar eru mikilvægir því aldrei er að vita hvenær maður þarf að nota slíkar gersemar. Þeir sem eru  aðlaðandi fyrir flugur ættu að hafa með sér  flugnafælu og “afterbite”. Þeir sem nota lyf daglega ættu að reyna að muna eftir þeim. Þó er oft möguleiki að “redda” sér ef eitthvað gleymist vegna þess að mörg lyfseðilsskyld lyf eru afgreidd án lyfseðils á Spáni.
Munið eftir myndavélunum og þeir sem eiga litla sjónauka ættu að setja þá niður til öryggis. Athugið að eftir að komið er til Spánar takmarkast framboð bóka í búðum við spænskar bækur og stundum enskar.
Það er mikilvægt að hafa léttan dagpoka fyrir nesti, drykki og  hlífðarfatnað.
Farangursplássið í bílunum er takmarkað, þannig að gerið ráð fyrir að hámarki einni ferðatösku á mann!