Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Ferðir 2015


Fjöll og dalir. Brot af því besta í Les Valls de la Marina á Suðaustur Spáni.
Fimmtudagur. Flogið til Alicante seinni part dags og tekið á móti hópnum á flugvellinum í Alicante. Ekið að kvöldi á áfangastað sem er lítið þorp um 70 mín akstur frá flugvellinum.
Föstudagur. Eftir morgunverð göngum við upp að Kastala kastalanna sem gegndi mikilvægu hlutverki í landvörnum á miðöldum. Við njótum ægifagurs útsýnis til allra átta. Göngum til baka eftir fjölbreyttum skógarstígum fram hjá litlum lindum og gamalli vatnsmyllu aftur í þorpið.
Laugardagur. Dalirnir þrír og Fontilles. Þetta er sérlega skemmtileg gönguleið þar sem við byrjum gönguna uppi á fjallsbrún og göngum þaðan niður og upp þrjá ólíka dali sem ekki eru í byggð. Þessa göngu nefnum við líka stundum þúsund þrepa gönguna því að við göngum talsvert á gömlum þrepum sem hafa verið notuð í árhundruð til að tryggja samgöngur á svæðinu. Fjölbreytt gróðurfar. Ef við höfum tíma í lokin heimsækjum við fallegu holdsveikra nýlenduna Fontilles sem var stofnað 1902 til að bæta lífsgæði holdsveika. Í dag búa þar enn örfáir holdsveikir en fyrirferðarmest er alþjóðleg rannsóknarstöð á holdsveiki
Sunnudagur. Menning og ganga. Þennan dag er stysta gangan en samhliða henni skoðum við um 5000 ára klettamyndir, íshús frá miðöldum, leyfar af best varðveittasta Máraþorpi í Valencia fylki, þreskivöll, geymsluhelli auk þess sem við göngum fram á fjallsbrún og njótum fagurs útsýnis til allra átta og alla leið til Ibiza ef bjart er yfir.
Mánudagur. Bolulla kastali – Einstök gönguferð þar sem gengið er um fjölbreytt landslag, skoðaðir fallegir steinbogar og gengið um fallega heiði með einstöku útsýni. Þeir sem vilja geta farið upp að kastalanum og síðan göngum við til baka í þorpið eftir fallegum dal sem er vinsæll fyrir klettaklifur.
Þriðjudagur. Ganga á La Montana. Fallegt útsýni til sjávar og saga um Íberiskt þorp á fjallinu. Hægt að sníða lengd göngu að óskum hópsins þennan dag en eftir kvöldmat er farið á flugvöll og flogið heim.
Þeir sem vilja bæta við dögum á fjöllum eða strönd geta að sjálfsögðu valið aðra flugtíma.
Hitastig á þessum tíma getur verið um 18-26 gáður á daginn, en svalara á nóttunni. Göngur eru u.þ.b. 5-6 tímar með stoppi, hækkun um 900 metrar og teljast vera 2-3 skór. Dagskráin getur breyst vegna utanaðkomandi aðstæðna, ef skipta þarf út gönguleiðum verður það alltaf gert í samráði við hópinn.
Verð fyrir þessi herlegheit um 620 Evrur m.v. tvo í herbergi m. baði. Einn í herbergi getur þurft að borga um 75 Evrum meira.
Innifalið er: Akstur til og frá flugvelli, akstur í ferðir, leiðsögn, gisting í 5 nætur á litlum sveitahótelum ásamt morgunverði (x5), nesti eða hádegismatur (x5), kvöldmat með drykk (x4).
Ekki innifalið: Flug frá Íslandi til Alicante, vatn í gönguferðir og annar prívat kostnaður.
Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð eru vinsamlega beðnir á láta vita sem fyrst, sérstaklega mikilvægt er að panta sér flug sem fyrst á sem hagstæðustu verði. Staðfestingargjald fyrir gönguferðina er  100€ til að hægt sé að tryggja gistingu.
Miðað er við hámarksfjölda 8 manns en ef eftirspurn verður meiri þá er möguleiki að bæta við upp að 16 manns.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Þórhallsdóttir sem er með tíu ára reynslu af gönguleiðsögn á þessu svæði.

Ganga og/eða skoðunarferðir fyrir hópa

Við höfum fengið sterk viðbrögð hjá hópum sem vilja fá tilbreytingu í ferðir sínar í framandi umhverfi og menningu. Þess vegna höfum við ákveðið að bjóða uppá nokkrar ferðir árið 2015 þar sem við getum sérsniðið ferðir að óskum hópa hvort sem er til að njóta náttúru eða menningar í góðum félagsskap eða hvorutveggja í bland að eigin vali.

Ef ykkar hópur eða hópur sem þið bara búið til í snatri hefur áhuga á því sem við getum boðið uppá þá endilega hafið samband með tölvupósti á: gongufri@gongufri.is

Hér að neðan eru ýmsar gagnlegar upplýsingar  fyrir hópa að skoða þegar þeir smíða sínar draumaferðir.

Innifalið í öllum ferðum;  gisting, allur matur með drykk, leiðsögn og akstur

Göngufrí á léttum nótum er fyrir þá sem vilja njóta yndislegrar náttúru og útýnis í afslöppuðum félagsskap og  reyna heilsusamlega á sig.
Gönguferðirnar eru yfirleitt frá 5-6 klst með hæfilegum hvíldum og stoppum. Vegalengdir frá 12-16 km og hækkun um c.a. 400-900 metra.
Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og margt að skoða bæði menningu, gróður og menningarminjar. Hver árstíð býr yfir sérstæðum töfrum og nægur tími gefst til að njóta útsýnis, lyktar og bragðs á því sem fyrir augu ber.

Tveggja daga tilbreyting er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem eru í hefðbundnu fríi á Spáni og vilja sjá hvað Spán hefur upp á að bjóða annað en strendur og túristafjöld. Við sýnum þér Spán eins og hann hefur verið í áranna rás og þá menningu og mannlíf sem enn er til staðar á bak við tjöldin og þrýfst í fjölbreyttri og stórbrotinni náttúru þessa fjallenda lands.

Hæstu toppar og dýpstu dalir er fyrir þá sem vilja reyna meira á sig í gönguferðum, sigra alla hæstu toppana og sjá vítt yfir. Við förum upp á alla hæstu tindana í Alicante fylki og skoðum útsýnið til arra átta. Á leiðinni upp  og niður sjáum við hrikafagurt landslag og minjar um veröld sem var. Hækkun meira en 1000 metrar.

Matur, menning og ganga er fyrir þá sem vilja hreyfa sig og verðlauna matgæðinginn í sjálfum sér að því loknu. Við höfum hér valið miðlungs erfiðar göngu og skoðunarferðir  og jafnframt því hugað sérstaklega að því að bjóða upp á sjaldgæfari og sérstæðari met en boðið er upp á í ferðum okkar þó svo að maturinn sé alltaf góður og haldi í einkenni spænskrar matarhefðar.

Í fótspor Íberíumanna, Mára og miðaldariddara er einstök ferð þar sem við skoðum sögulega staði sem  ekki eru í alfaraleið. Við skoðum þorp íberíumanna sem hefur verið grafið upp og þræðum slóðir miðaldariddara og munka. Eins ferðumst um slóðir mára og kynnumst þeirri arfleiðfð sem þeir skyldu eftir sig á Spáni.