Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Móttaka á flugvellinum í Alicante


 Við tökum á móti ykkur á flugvellinum  í Alicante.  Ferðin til fjalla tekur um 1,5  klst. Við ökum ýmist í vestur frá Alicante og þaðan til fjalla eða í norður, framhjá Benidorm og þaðan upp í fjöllin, allt eftir því hvar gist er fyrstu nóttina.

Oft kemur flugið frá Íslandi seint og þá gagnlegt að gera ráð fyrir að ekki sé stoppað á leiðinni uppeftir, þar sem allir söluskálar kunna að vera lokaðir. Það fer eftir komutíma hverskonar næringu er boðið upp á við komu á gististað, en við gerum alltaf ráð fyrir að fólk þurfi að fá einhverja hressingu.  Við lok göngufrís eru göngugarparnir fluttir tímanlega á flugvöll, eða á næsta gististað ef hugmyndin er að dvelja annarsstaðar síðustu næturnar.