Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Göngusvæðið


Fjallendið fyrir ofan Costa Blanca strönd Spánar (Les Valls de la Marina) býður upp á sérstæða náttúruupplifun sem allt of fáir hafa kynnst. Þeir sem heimsækja svæðið í fyrsta sinn undrast oft hversu lítið er þar af öðrum ferðamönnum. Þannig verður upplifun af nánd við óspillta náttúru sterk þrátt fyrir nálægð við mannmarga ferðamannastaði á ströndinni. Svæðið er “best geymda leyndarmál” Costa Blanca.

Á miðöldum var oft talað um svæðið sem “Lyfjabúr Evrópu” vegna fjölda lækninga- og kryddjurta sem þar vaxa, auk ólívu-, möndlu- og ávaxtatrjáa. Útsýni og fjölbreytileiki náttúrunnar er með eindæmum, kletta- og fjallatoppar, þröng gil, dalir og heiðar, fuglalíf og villt spendýr. Allt umlukið menningarminjum frá tímum Mára, Rómverja og Iberiumanna. Sannkölluð Paradís göngumanna í aðeins 50 km frá Benidorm en samt svo langt í burtu.