Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Erfiðleikaflokkun


Þeir sem taka þátt í gönguferðum þurfa að vera nokkuð vanir gönguferðum. Ferðirnar  eru ekki mjög krefjandi hver um sig, en það krefst úthalds að ganga nokkra daga í röð.  

Erfiðleikaflokkun hjá okkur er frá 1 – 4 skór og felst helsti munur á flokkunum í hækkun yfir daginn, þó að aðrir þættir s.s. vegalengd og gæði göngustíga skipti einnig máli.  Gönguferðir eru yfirleitt á stígum eða vegaslóðum, en þeir geta verið þaktir möl og steinvölum. Mörgum finnst gott að nota göngustafi, einkum ef gengið er niður í möl og grjóti. 

Einn skór er í raun bara skoðunarferð með smá rölti og er á færi flestra.

Tveggja skóa ganga tekur yfirleitt um 3-5 tíma  og er með samanlagða hækkun um 300-500 metra.  Flestar gönguleiðir eru 10-12 km langar, en breytilegt er hver hækkun er í hverri ferð. Það getur verið frá því að vera nánast engin hækkun upp í að vera samanlagt um 1000 -1500 metra hækkun yfir daginn, en Esjan er um 900 metrar.

Þriggja skóa ganga tekur um 4-7 tíma  og er með samanlagða hækkun um 600-1000 metra yfir daginn. Vegalengd er oft um 12-15 km og gæði stíganna geta verið breytileg.

Fjögurra skóa ganga getur tekið 6-8 tíma og er með samanlagða hækkun meiri en 1000 metra yfir daginn. Vegalengd er yfirleitt meiri en 14 km.