Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Slóðir og skór


Yfirleitt göngum við eftir þokkalegum stígum, en oft eru lausar steinvölur á þeim og auðvelt er að skrika fótur ef maður er ekki með hugann við það sem maður er að gera. Þetta á sérstaklega við þegar farið er niður. Góðir gönguskór eru því mikilvægir, þ.e. með góðum sóla og góðum stuðningi við ökkla og sumir vilja nota göngustafi til stuðnings. Best er að mæta á staðinn með gönguskó sem hafa verið gengnir til. Fátt er meira svekkjandi en að eyðileggja göngufríið sitt með skóm sem valda blöðrum eða öðrum óþægindum.

Sumar gönguleiðirnar byggja á gömlum meiði frá tímum Máranna, en aðrar eru nýrri. Flestar eiga það þó sameiginlegt að leiða okkur um um ómetanlega náttúru og menningu. Um þann Spán sem er falinn flestum ferðamönnum og reyndar mörgum Spánverjum líka.

Þó að fáar gönguleiðir séu þannig að snarbratt sé niður, þá er lofthræðsla þess eðils að erfitt er að gefa almennar leiðbeiningar um hvort fólk verði lofthrætt eða ekki í viðkomandi gönguferð.  Yfirleitt getur fólk þó sneitt hjá því sem er óþægilegt. Það er mikilvægt að ræða lofthræðsluna við okkur svo að fólki líði ekki illa með sína hræðslu og svo hægt sé að gera ráðstafanir í gönguferðinni. Almennt má því segja að fólk þurfi ekki að óttast lofthræðslu í gönguferðum okkar.