Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Sérsniðnar gönguferðir fyrir hópa


Við bjóðum 6-16 manna hópum upp á sérsniðnar gönguferðir og skipuleggjum þær eftir óskum hópsins. Við getum tekið á móti stærri hópum en sextán manna og gerum þá sérstakar ráðstafanir.

Lengd göngufrísins er í samræmi við ósk hópsins og bæði gönguferðir, skoðanaferðir og önnur viðfangsefni að ósk hans. Við getum boðið upp á matreiðslunámskeið, vínsmökkun, ferðir á reiðhjólum, reiðtúra, bátsferðir, menningarferðir, spænskuámskeið  og ýmislegt annað sem hópurinn hefur áhuga á.

Hafið samband ef þið viljið skipuleggja sérsniðna ferð. Reynslan hefur sýnt okkur að því fyrr sem fólk skipuleggur ferðir sínar því hagkvæmara verð fæst í fluginu, en heildarverð ferðarinnar ræðst af þeirri þjónustu sem fólk óskar eftir .