Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Dæmi um erfiðari gönguferðir


1. dagur. Flug til Alicante og göngugarpar sóttir á flugvöll. Kvöldverður og upplýsingar um gönguferðir næsta dags.

2. dagur: Steinbogar og kastalar. Við göngum frá þorpinu að stórskornum steinbogum sem hafa veðrast afar skemmtilega og upp að Bolulla kastala sem er rústir einar en frá honum er glæsilegt útsýni niður á strönd. Gönguferðin í heild er um 16 km löng og er lítil hækkun, nema hjá þeim sem fara upp í kastalann.

3. dagur: Topparnir þrír. Við ökum til þorpsins Facheca og göngum þaðan upp á efsta topp Serrella fjallgarðsins. Göngum eftir honum og endum á að fara upp í Kastala kastalanna og förum síðan niður í þorpið okkar. Komum á leiðinni við á öllum toppum og njótum útsýnis sem fátt jafnast á við.

4. dagur. Dalirnir þrír. Fjölbreytt gönguferð niður og upp þrjá fallega dali eftir göngustígum sem voru lagðir af Márum fyrir mörg hundruð árum. Á leiðinni er  fjölbreyttur gróður m.a., karobtré, kaktusar, eini pálminn sem er ekki innfluttur á Spáni, granata eplatré og jurtin sem varð einhverjum hermönnum Napoleons að aldurtila þegar þeir ráðust inn í Spán. Tilbreyting við þessa ferð er að fara einn dal og einn fjallstopp, frábær ganga.

5. dagur. Frídagur eða gönguferð

6. dagur. Fjallið Aitana. Ökum til Benifato og síðan eftir skógarstígum upp á fjallið. Þurfum að fara um þrönga skoru  sem kölluð gildra feita mannsins og snæðum nesti hjá 60 m djúpum gjám í fjallinu, höldum upp á topp fjallsins. Frábært útsýni.

7. dagur. Fjallið Bernia. Á leiðinni um fjallið sjáum við leyfar af kastala sem var byggður á miðöldum, göngum eftir skriðum og þurfum að skríða eða fara  gæsagang í gegn um smá göng. Frábært útsýni niður á strönd.

8. dagur. Heimferð , það fer eftir brottfarartíma, hvort og hve lengi verður hægt að ganga þennan dag.