Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Dæmi um léttar gönguferðir


1. dagur. Flug til Alicante. Göngugarpar sóttir á flugvöll. Kvöldverður og upplýsingar um göngu næsta dags.

2. dagur: Kastali kastalanna og Leynilegi lindarstígurinn. Við göngum frá hótelinu upp að kastalarústunum sem gnæfa yfir Guadalest dalinn sem svo margir þekkja, en fáir hafa séð frá þessu sjónarhorni og njótum frábærs útsýnis. Þaðan göngum við eftir fjalla stígum sem múlasnar notuðu hér áður fyrr og förum inn á Leynilega lindarstíginn. Gróður er fjölbreyttur og við göngum framhjá berjarunnum og ávaxtarjám og upp í furuskóg og síðan eftir möndlu- og ólífustöllum. Ef við erum heppin sjáum við villisvín, en við sjáum örugglega merki um ferðir þeirra á svæðinu. Við  ljúkum göngunni í Castell de Castells.

3. dagur: Dalur hinna illu örlaga. Ganga um þennan sögufræga dal þar sem Márunum var safnað saman þegar þeir voru reknir frá Spáni árið 1708 og fluttir í útlegð til Afríku. Við getum átt von að að sjá “Gylltan örn” hnita yfir okkur hringa en þeir verpa í dalnum. Við lok göngunnar skoðum við klettamyndir sem voru málaðar fyrir um 8 þúsund árum.

4. dagur: Menningardagurinn mikli. Stutt ganga en fjölbreyttar menningarminjar. Við skoðum yfirgefið máraþorp, fornan geymsluhelli frammi á fjallsbrún þaðan sem útsýni er stórfenglegt yfir frjósama dali og til Miðjarðarhafsins. Þá skoðum við gamalt  íshús og getum skoðað ótrúlega fallegan, en lítinn dropasteinshelli, ef tími gefst til.

5. dagur: Léttur eða frjáls dagur. Ganga til Parcent sem er þorp í Jalon dalnum, en þar er mikil vínframleiðsla. Einnig er hægt að ganga umhverfis stórt uppistöðulón í Guadalest dalnum og skoða kastalann í Guadalest.

6. dagur: Steinbogar og kastalar. Við göngum að stórskornum steinbogum sem hafa veðrast afar skemmtilega og upp að Bolulla kastala sem er rústir einar en frá honum er glæsilegt útsýni niður á strönd. Gönguferðin í heild er um 14 km löng og er lítil hækkun, nema hjá þeim sem fara upp í kastalann.

7. dagur: Algardalurinn. Létt gönguferð með fallegri fjallasýn og fram hjá appelsínu- og avocado lundum. Á leiðinni er fjölbreyttur gróður og yfirgefnir bóndabæir. 

8. dagur: Heimferð, það fer eftir brottfarartíma hvað hægt er að ganga mikið þennan dag, en af nógu er að taka hvort sem við viljum stutta eða langa göngu, eða bara stutta skoðunarferð ef tími vinnst til .