Næstu ferðir og fyrirkomulag 2015

Skrá mig á fréttabréf hjá Göngufríi

Já takk! Ég vil fá upplýsingar um nýjar ferðir og tilboð!* = required field

Gönguferðir


Við byggjum gönguferðir okkar á áralangri reynslu af gönguferðum á Íslandi, Spáni og víðar. Við höfum aflað okkur einstakrar reynslu og þekkingar á fjöllunum og menningu fjallahéraða Costa Blanca.  Þetta gerir okkur kleift að bjóða einhverjar bestu og fjölbreyttustu gönguferðir á svæðinu sem völ er á og við getum valið um  tugi mismunandi  gönguleiða eða tilbrigði við þær allt eftir aðstæðum og getu fólks.

Í gönguferðum okkar er gist á völdum hótelum ýmist á sama hóteli allan tímann eða fleiri stöðum, allt eftir óskum hópsins. Líka er hægt að gista í heimagistingu. Stundum er ekið stuttan spöl til að komast á upphafsstaði gönguferða.

Gönguferðir eru við hæfi flestra bæði hvað varðar erfiðleikastig og fjölbreytni í gönguleiðum. Bæði léttar gönguferðir um fjöll, heiðar  og dali og erfiðari göngur á hæstu fjallatoppa. Þeir sem vilja  taka virkilega á fá gönguferðir við sitt hæfi sem og líka þeir sem vilja ganga og upplifa menningu, mat og flóru svæðisins.
Upphaf göngudaga getur miðast við beint flug frá Íslandi.

Einstaklingar og hópar geta bókað beint á e-mail gongufri@gongufri.is Við skipuleggjum ferðir fyrir 6-16 manns og sníðum ferðir að óskum okkar viðskiptavina.

Vinsamlega hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Dagsferðir í vor
Smellið á Fréttir til að lesa meira…